Þingstörfin

Ég hef lagt fram fjöldann allan af frumvörpum, þingsályktunartillögum fyrirspurnum og skýrslubeiðnum í störfum mínum á þingi. Ég hef fengið fjórar þingsályktanir samþykktar:

 • rannsókn á Íbúðalánasjóði
 • úttekt á neytendavernd á fjármálamarkaði
 • skráningu á aldri kjósenda
 • mótun geðheilbriðgisstefnu

Meðal annarra mála sem ég hef flutt eru:

 • frumvarp um lengingu og hækkun fæðingarorlofs
 • frumvarp um að aldurstengd örorkuuppbót haldist eftir að fólk nær 67 ára aldri,
 • frumvarp um að námslán falli niður við 67  ára aldur sem og ábyrgðir
 • frumvarp um breytingar á lögum um sjúkratryggingar svo að ekki verði hægt að færa grunnstoðir heilbrigðisþjónustunnar í einkarekstur án samþykkis Alþingis og bann við arðgreiðslum í heilbrigðisþjónustu
 • frumvarp um afnám verðtryggingar af nýjum neytendalánum
 • þingsályktun um móttöku flóttafólks
 • þingsályktun um gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema
 • þingsályktun um kynjafræði sem skyldufag í grunn- og framhaldsskólu.

Vænst þykir mér um geðheilbrigðisstefnuna sem mótuð hefur verið á grundvelli þingsályktunnar minnar og hefur nú verið samþykkt samhljóða. Til dæmis verður sálfræðingum í heilsugæslunni fjölgað og þjónusta við börn aukin.

Hér eru nánari upplýsingar um frumvörp, þingsályktanir, fyrirspurnir og skýrslubeiðnir mínar síðastliðin sjö ár.